Njótið vel kæru hlustendur. Að þessu sinni mættu Valdi og Leifur frá borðspilahlaðvarpinu Pant vera Blár! gegn sterku liði síðasta þáttar sem myndað var af Kristjáni og Ástrós Hind. Þá gleður okkur einnig að tilkynna um nýjasta styrktaraðila Trivíaleikanna en Pokéhöllin, íslenska pokémonbúðin er orðin sponsor Trivíaleikanna!

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Hlustaðu á nýjasta þáttinn hér að neðan.
Comentarios