Er þetta alvöru kvikmynd eða tóm þvæla?
- Daníel Óli
- Aug 1, 2022
- 1 min read
Updated: Sep 6, 2022
Nú eru 9. og 10. þættir Trivíaleikanna aðgengilegir á helstu hlaðvarpsveitum en tíundi þátturinn var sannkallaður tímamótaþáttur. Til leiks mættu þrír af þeim fjórum keppendum sem kepptu í uppranlega þætti Trivíaleikanna en í níunda þætti mættu í fyrsta sinn þrír nýjir keppendur til leiks ásamt Hnikarri Bjarma sem keppti í 7. þætti. Þættirnir áttu það þó sameiginlegt að í báðum þeirra áttu keppendur að giska á hvort um væri að ræða söguþráð raunverulegrar kvikmyndar eða tómrar þvælu úr hugarheim spurningahöfundar í hinni gríðarvinsælu upphitunarspurningu. Ekki láta þessa tvo klassísku þætti Trivíaleikanna framhjá þér fara.

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera, þriðja hvern föstudag. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Mundu einnig að fylgja okkur á samfélagsmiðlum!
Comments