Núna eru Trivíaleikarnir komnir á Patreon þar sem við munum bjóða upp á áskrift að hlaðvarpinu fyrir þá sem vilja meira efni! Þú getur komið í áskrift með því að ýta hér.
Þar munum við setja inn í öðrum hverjum mánuði (oddatölumánuðum) glænýjan Trivíaleikaþátt fyrir ykkur en hina mánuðina (slétttölumánuði) setjum við inn annað aukaefni. Það aukaefni getur verið á formi bónusþátta, óklipptra þátta, remastered þátta, "behind the scenes" efni eða eitthvað annað skemmtilegt.
Hægt er að hlusta á allt hljóðefni inni á Patreon eða með Patreon appinu en einnig er hægt að tengja Spotify við áskriftina og hlusta á þetta allt saman í Spotify.
Áskriftarleiðirnar eru þrjár:
Trivíalærlingur er sú áskriftarleið sem við mælum með en þar færðu Trivíaleikaþátt í öðrum hverjum mánuði og bónusþátt eða annað aukaefni hina mánuðina.
Trivíagrúskari er fyrir þá sem vilja bara fá hefðbundnu Trivíaleikaþættina annan hvern mánuð en ekki allt aukaefnið (og fyrir aðeins minni pening).
Trivíameistari er svo fyrir hetjurnar sem vilja umfram allt styrkja hlaðvarpið og halda því gangandi en þeir fá einnig aukin fríðindi eins og að velja þema í fimmþraut eftir 3 mánuði af áskrift, flottan Trivíaleikabol eftir 6 mánuði og að velja þema fyrir heilan þemaþátt eftir 12 mánuði af áskrift.
Bónusþættirnir geta verið hefðbundinn þáttur eða bara hvernig sem er - en nokkur form sem við ætlum að leika okkur með eru þessi hér:
Heima Quiz: Við setjum inn upptöku af pub quizi með 20 spurningum sem við lesum upp og leyfum ykkur að svara heima. Hægt er að spila einn eða með fleirum, eina sem þarf til að upplifa heimaquizið okkar er blað, penni og góða skapið (en við mælum að sjálfsögðu með einum ísköldum drykk með á kantinum).
Spilakvöld: Við spilum spurningaspil eða eitthvað skemmtilegt spil og fáum okkur öl með.
Trivíaspjallið: Við ræðum um allt og ekkert með smá fróðleik og spurningum inn á milli.
Óld Skúl Trivía: Gamaldags spurningakeppni milli tveggja keppenda.
Hægt er að nota "Collections" hnappinn á forsíðunni til þess að fletta í gegnum efnið inni á Patreon og finna það sem maður leitar af en þar inni er allt efnið flokkað og sorterað.
Comments