top of page

Fyrsti þemaþáttur Trivíaleikanna kominn í loftið!

  • Writer: Daníel Óli
    Daníel Óli
  • Sep 5, 2022
  • 1 min read

Allra fyrsti þemaþáttur Trivíaleikanna er nú kominn í loftið en þemaþættir eru þættir þar sem eitthvað eitt spurningaþema er tekið fyrir og allar spurningar þáttarins eru úr því efni. Þemaþættir munu koma á um það bil 10 þátta fresti og þá mun alltaf vera valið eitthvað nýtt þema. Að þessu sinni varð Harry Potter heimurinn fyrir valinu en í þættinum má finna eitthvað fyrir alla Harry Potter aðdáendur.

Trivíaleikarnir eru tímalausir þættir þannig ef þú ert nýr hlustendi mælum við hiklaust með að hlusta frá byrjun og mundu að gefa okkur einkunn á Spotify, Apple Podcasts eða hvar sem þú ert að hlusta.


Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi,Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera, á þriggja til fjögurra vikna fresti.


Comments


TRIVÍALEIKARNIR

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Twitter
  • Spotify
  • Apple Music

Takk fyrir!

© 2021 Trivíaleikarnir.

trivialeikarnir@gmail.com

Trivíaleikarnir eru íslenskt hlaðvarp

bottom of page