Það er kominn nýr þáttur í loftið en að þessu sinni er um að ræða þemaþátt þar sem allar spurningarnar eru úr tölvuleikjum. Við fengum til okkar reynsluboltana Arnór Stein og Marínu Eydal sem ættu að vera kunnug hlustendum en einnig tvo nýja keppendur frá Gametíví, Óla Jóels og Daníel Rósinkrans. Ekki missa af þessari gargandi snill, skylduhlustun fyrir alla tölvuleikjaunnendur. Í upphitunarspurningunum kepptust liðin um að átta sig á hvort um væri að ræða pokémon eða stinningarlyf þegar spurningahöfundur gaf þeim nokkur nöfn á borð við Dartrix, Arctozolt og Levitra. Þetta reyndist liðunum ansi erfitt, gætir þú gert betur? Hlustaðu á þáttinn og spreyttu þig!

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Hlustaðu á nýjasta þáttinn hér að neðan.
Commenti