14. Miðbæjarjárnmaðurinn
- Daníel Óli
- Oct 30, 2022
- 1 min read
Þá er 14. þáttur Trivíaleikanna kominn í loftið! Í þáttinn mættu til leiks Magnús, Hnikarr Bjarmi, Ingi og nýliðinn Stefán Már. A4 og Kubbabúðin bættust í hóp styrktaraðila hlaðvarpsins og aðsend spurning frá einum hlustanda Trivíaleikanna fékk að hljóma í þættinum. Ef þú ert með skemmtilega spurningu ekki hika við að senda hana inn í innsláttarforminu hér að ofan.

Þú finnur Trivíaleikana einnig á Spotify, Apple Podcasts, Vísi, Mbl, Google Podcasts og víðar. Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pöbbkviss-stemninguna heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera, um það bil þriðja á þriggja til fjögurra vikna fresti. Keppninni er skipt upp í mismunandi spurningaflokka þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að svara spurningum og safna sem flestum stigum. Hlustaðu á nýja þáttinn hér að neðan.
Comments